Hjónabandið [7] (2004-11)

Hjónabandið

Hjónin Arngrímur Marteinsson og Ingibjörg Sveinsdóttir starfræktu dúett sem þau kölluðu Hjónabandið, af því er virðist um nokkurra ára skeið – líklega á árunum 2004 til 2011 eða jafnvel lengur. Arngrímur lék á harmonikku og Ingibjörg á trommur en hún hóf að spila á trommur um sextugt, líklega skiptu þau hjónin með sér söngnum.

Hjónabandið mun hafa leikið aðallega á skemmtunum og uppákomum fyrir eldri borgara. Þau Arngrímur og Ingibjörg störfuðu á þessum tíma einnig með hljómsveitinni Vinabandinu en sú sveit var skipuð nokkrum eldri borgurum og vakti töluverða athygli á sínum tíma.