Ekki liggja fyrir neinar nákvæmar upplýsingar um Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar sem starfaði á Ísafirði í kringum 1950, sveitin gekk stundum undir nafninu Miller-bandið hjá gárungunum sem kom til vegna misskilnings erlends trommuleikara sem hér starfaði – Gunnar hljómsveitarstjóri var iðulega kenndur við „Mylluna“ en hús hans gekk undir því nafni, trommuleikarinn hélt hins vegar að hann héti Miller og því fékk hljómsveit hans þetta auknefni.
Hugsanlegt er að sveitin hafi verið skipuð Jóni Jónssyni (frá Hvanná) píanóleikara, Bæring Jónssyni harmonikkuleikara, Þórði Péturssyni harmonikkuleikara og svo hljómsveitarstjóranum Gunnari Bjarnasyni trommuleikara – að minnsta kosti var gömlu dansa hljómsveit starfandi á Ísafirði skipuð þeim hljóðfæraleikurum um þetta leyti.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.














































