Hljómsveit Gunnars Hrafnssonar (1993-2002)

Gunnar Hrafnsson bassaleikari hefur leikið með ógrynni hljómsveita í gegnum tíðina en hann hefur einnig í fáein skipti komið fram hljómsveit í eigin nafni í tengslum við djasshátíðir.

Vorið 1993 var Gunnar með kvartett á Rúrek djasshátíðinni sem auk hans skipuðu Stefán S. Stefánsson saxófónleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari en auk þeirra kom söngkonan Andrea Gylfadóttir fram með sveitinni. Fjórum árum síðar (1997) var Gunnar aftur á ferð með sveit en þá voru með honum þeir Stefán á saxófóninn, Jónas Þórir Þórisson píanóleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari. Andrea söng með sveitinni þar einnig.

Haustið 2002 var Gunnar svo á ferð með tríó á Djasshátíð Reykjavíkur en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu sveitina með honum þá.