Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu HLH flokkurinn en sveitin mun hafa keppt í hæfileikakeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1990.
Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan en mestar líkur eru á að sveitin hafi verið stofnuð og starfrækt eingöngu í kringum fyrrgreinda hæfileikakeppni.














































