Hljómsveit Guðmundar Hjaltasonar á Ísafirði var líklega sett saman fyrir eina uppákomu, dansleik í tengslum við óhefðbundnu fegurðarsamkeppnina Óbeisluð fegurð sem haldin var í félagsheimilinu í Hnífsdal vorið 2007.
Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, Guðmundur sem hljómsveitin er kennd við, hefur leikið með ýmsum hljómsveitum fyrir vestan og hefur væntanlega verið gítar- eða bassaleikari sveitarinnar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar, því er óskað eftir þeim hér með.














































