Á Sauðárkróki starfaði hljómsveit um eða rétt fyrir 1950, sem bar nafnið Hljómsveit Harðar Fríðu en Hörður þessi var Guðmundsson og rak síðar hljómsveitina H.G. kvartett / kvintett.
Hljómsveit Harðar Fríðu var skipuð þeim Herði og Hauki Þorsteinssyni sem báðir léku á harmonikkur og með þeim var trommuleikarinn Jónas Þór Pálsson, svo um var að ræða harmonikkutríó af gamla skólanum.
Óskað er eftir nánari upplýsingum um hvenær tríóið starfaði og hversu lengi.














































