Hljómsveit Hlyns Guðmundssonar (einnig kölluð HG bandið) starfaði árið 2001, hugsanlega á Akureyri en það haust lék sveitin á Oddvitanum á Akureyri.
Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, að öllum líkindum er hér um að ræða Hlyn Guðmundsson gítarleikara og söngvara (Namm, Bandamenn o.fl.) en upplýsingar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan vantar sem og um hversu lengi sveitin starfaði.














































