Hljómsveit Hótel Norðurlands (1946-47)

Fjölmargar hljómsveitir gegndu hlutverki svokallaðra húshljómsveita á Hótel Norðurlandi á Akureyri á fimmta áratug síðustu aldar en þær voru flestar í nafni hljómsveitastjóra sinna s.s. Karls Jónatanssonar, Sveins Ólafssonar, Jóhannesar Þorsteinssonar, Theo Andersen og Karls Adolfssonar.

Heimildir herma hins vegar að húshljómsveit hafi starfað þar í upphafi árs 1947 undir nafninu Hljómsveit Hótel Norðurlands, allar líkur eru því á að sveitin hafi tekið til starfa að minnsta kosti árið á undan en engar frekari upplýsingar er að finna um það né heldur hversu lengi hún starfaði.

Fyrir liggur að gítarleikarinn Ingvar Níelsson var einn meðlima sveitar sem lék á hótelinu hugsanlega um það leyti, og að fiðluleikari hafi verið innan hennar en þá er það líka upptalið – því er óskað eftir frekari upplýsingum um Hljómsveit Hótel Norðurlands.