Hljómsveit var starfrækt á síðari hluta sjötta áratugarins í Bolungarvík, hún var í raun nafnlaus en var iðulega kölluð Hljómsveit hússins en hún lék töluvert fyrir dansi í félagsheimilinu í Bolungarvík. Heimildir eru nokkuð misvísandi um hvenær sveitin starfaði, hún er yfirleitt sögð hafa verið stofnuð 1957 en það stangast á við að söngkonan mun skv. annarri heimild hafa flutt úr þorpinu tveimur árum fyrr.
Meðlimir Hljómsveitar hússins voru þau Birgir Bjarnason harmonikkuleikari, Vagn Hrólfsson harmonikkuleikari og saxófónleikari, Jónatan Sveinbjörnsson trommuleikari, Kristinn Árnason [bassa/gítarleikari?] og Sigríður Maggý Magnúsdóttir (Sigga Maggý) söngkona. Þegar Sigga Maggý fluttust suður til Reykjavíkur tók Sigga Nóa [Sigríður Nóadóttir?] sæti hennar en hún lék einnig á píanó í sveitinni.
Sveitin starfaði um nokkurra ára skeið en frekari upplýsinga er óskað um hana.














































