Hljómsveit I.O.G.T. hússins í Hafnarfirði (1946-47)

Heimildir eru fyrir því að innan góðtemplarahreyfingarinnar í Hafnarfirði hafi starfað lítil hljómsveit árin 1946 og 47 undir nafninu Hljómsveit I.O.G.T. hússins í Hafnarfirði.

Engar frekari upplýsingar er hins vegar að finna um þessa hljómsveit og væru því upplýsingar um hana vel þegnar.