Hljómsveit Jóhannesar Jóhannessonar (1933)

Hljómsveit Jóhannesar Jóhannessonar lék fyrir dansi á árshátíð verkakvennafélagsins Framtíðar í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði haustið 1933.

Ekki finnast neinar frekari upplýsingar um þessa hljómsveit en svo virðist sem um sé að ræða harmonikkuleikarann Jóhannes Gunnar Jóhannesson og að hann hafi um þetta leyti starfrækt hljómsveit í sínu nafni.

Óskar er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir léku með honum og hver hljóðfæraskipan hennar var.