
Hljómsveit Jóns Aðalsteinssonar
Jón Aðalsteinsson læknir á Húsavík stjórnaði tónlistarflutningi í uppfærslu Leikfélags Húsavíkur á leikritinu Gamla Heidelberg (Alt Heidelberg) vorið 1994 og setti saman sex manna hljómsveit í eigin nafni í því skyni, Sveitina skipuðu þeir Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari, Hallgrímur Sigurðsson bassaleikari, Jón Ármann Árnason básúnuleikari, Barcley Anderson klarinettuleikari, Óli Halldórsson gítarleikari og Jón Aðalsteinsson sem sjálfur lék á básúnu en hann var í grunninn harmonikkuleikari.
Sveitin lék lögin úr leikritinu einnig um sumarið á skemmtun á Húsavík, líklega Mærudögum.














































