Hljómsveit Kristjáns Ólafssonar (1985)

Árið 1985 annaðist hljómsveit flutning á tónlist á leiksýningu sem Leikfélag Hveragerðis setti á svið, undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Ólafssonar en þessi sveit mun einnig hafa leikið á dansleikjum um svipað leyti.

Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og ekki síst um hljómsveitarstjórann Kristján Ólafsson.