Hljómsveit Óðins Þórarinssonar (1959)

Óðinn G. Þórarinsson lagahöfundur með meiru og harmonikkuleikari starfrækti hljómsveit í eigin nafni á Fáskrúðsfirði árið 1959, líklega um skamma hríð. Upplýsingar um hljómsveit Óðins eru mjög af skornum skammti en hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan. Ekki löngu síðar starfaði hann með hljómsveitinni Mánum á Fáskrúðsfirði svo þessi sveit hefur væntanlega verið skammlíf.

Sveitin var endurreist að nafninu til fyrir Franska daga á Fáskrúðsfirði sumarið 2014 en þá léku synir Óðins með honum.