
Hljómsveit Hallgríms Hallgrímssonar
Hljómsveit Hallgríms Hallgrímssonar starfaði innan Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum veturinn 1960-61 og lék eitthvað á samkomum innan skólans.
Meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Hallgrímur Hallgrímsson, Ellert Karlsson trompetleikari (síðar kunnur útsetjari og lúðrasveitastjórnandi), Svavar Sigmundsson trommuleikari, Arnar Einarsson gítarleikari og Hafþór Guðjónsson gítarleikari.
Sveitin virðist aðeins hafa starfað þennan eina vetur.














































