Hljómsveit Reykjavíkur [3] (1993)

Haustið 1993 starfaði hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Reykjavíkur, hún var sett sérstaklega saman til að leika á viðhafnardansleik í Perlunni í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar en viðburðurinn var á vegum tónlistarráðs.

Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit, hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var, hversu stór sveitin var eða hvort hún starfaði eitthvað áfram að Perlu-dansleiknum loknum. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum um hana.