
Hljómsveit Sigmundar Júlíussonar
Sigmundur Júlíusson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum en hún var húshljómsveit í Þórscafe frá því um vorið 1973 fram á haustið 1974. Engar frekari upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar fyrir utan að Sigmundur lék á harmonikku en Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý Jóhanns) söng með sveitinni líklega mest allan tímann sem hún starfaði.
Þess má svo og geta að um verslunarmannahelgina 1957 lék hljómsveit í nafni Sigmundar í Tívolíinu i Vatnsmýrinni en sú sveit var líkast til sett saman eingöngu fyrir þá helgi og var því skammlíf – engar upplýsingar er heldur að finna um meðlimi þeirrar sveitar.














































