Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar (1966-67)

Hljómsveit var starfandi veturinn 1966-67 í Suður-Þingeyjarsýslu, hugsanlega á Húsavík og að öllum líkindum undir stjórn Sigurðar Friðrikssonar (Sidda) harmonikku- og orgelleikara – hér er því giskað á að sveitin hafi borið nafn hans, Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar eða jafnvel Tríó Sigurðar Friðrikssonar.

Með Sigurði störfuðu í hljómsveitinni Páll Friðriksson (bróðir Sigurðar) og Illugi Þórarinsson, engar upplýsingar er að finna um á hvaða hljóðfæri þeir léku en Illugi var rétt eins og Sigurður kunnur harmonikkuleikari.