Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar sem starfaði árið 1961 og lék þá á 17. júní dansleik í Vestmannaeyjum.
Líklegt er að þessi Sigurður Guðmundsson hafi verið Vestmannaeyingurinn Siggi á Háeyri en hann var kunnur tónlistarmaður í Eyjum og trommuleikari, ekki er vitað hverjir aðrir skipuðu þessa sveit eða hver hljóðfæraskipan hennar var en óskað er eftir þeim upplýsingum sem og um hversu lengi hún starfaði.














































