Hot ice [1] (1978)

Hot ice var tríó eða samstarfsverkefni sem Björgvin Halldórsson vann að ásamt Shady Owens og Magnúsi Þóri Sigmundssyni og var liður í að koma Björgvini á framfæri utan Íslands.

Gerður var samningur við þýska útgáfufyrirtækið Ariola um útgáfu tveggja laga smáskífu í Bretlandi en á henni var að finna lögin Casanova Jones og Disco energy, fyrrnefnda lagið var eftir Magnús Þór og hafði verið á prógrammi hljómsveitarinnar Change fáeinum árum fyrr en þarna var búið að setja það í diskópopp búning.

Ariola gaf skífuna út í Bretlandi vorið 1978 en hún hlaut dræmar viðtökur og um haustið mun hún einnig hafa komið út vestanhafs en engar heimildir er að finna um hvernig gekk með skífuna þeim megin hafsins. Jafnframt voru uppi plön um að platan kæmi út hér heima sama haust en af því varð ekki af einhverjum ástæðum.

Efni á plötum