Hljómvinir (2000-08)

Hljómvinir

Söngflokkur eða kór starfaði á Fljótsdalshéraði um og upp úr síðustu aldamótum undir nafninu Hljómvinir en gekk reyndar einnig undir nafninu Útmannasveitin undir það síðasta.

Hljómvinir voru stofnaðir af því er virðist aldamótaárið 2000 og var Króatinn Suncanna Slamning stjórnandi kórsins alla tíð. Kórinn starfaði líklega ekki allt árið um kring heldur mun það hafa verið fastur liður að koma saman í upphafi árs og starfa fram á vorið þegar haldnir voru tónleikar, oft þematengdir – tengdir ákveðnum ljóðskáldum og/eða tónskáldum. Þeir tónleikar voru oftar en ekki haldnir í félagsheimilinu Hjaltalundi í Hjaltastaðaþinghá en einnig héldu Hljómvinir tónleika á Borgarfirði eystri og Egilsstöðum, og sjálfsagt víðar. Hljómvinir voru á ýmsum aldri og reyndar mun hópurinn hafa verið mis stór einnig eftir tilefninu hverju sinni.

Hljómvinir störfuðu til ársins 2008 að minnsta kosti, og hin síðari ár gekk sönghópurinn einnig undir nafninu Útmannasveitin og hugsanlega hafði nafninu verið breytt í það undir lokin.