Hot n’sweet (1998-2003)

Pöbbasveitin Hot n‘sweet starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót en sveitin lék víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og reyndar landsbyggðina líka, sýnu mest þó á Kringlukránni.

Hot n‘sweet (einnig ritað Hot ‘n‘ sweet, Hot & sweet og Hot and sweet) var stofnuð árið 1998 og var líklega lengst af dúett en virðist hafa verið tríó um tíma auk þess sem Helga Möller söng með þeim um skeið, hún var þó líklega aldrei fullgildur meðlimur sveitarinnar.

Þegar sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið voru það Hermann Ingi Hermannsson og Birgir Jóhann Birgisson sem skipuðu hana og þannig sendi hún frá sér lagið Lífið sumarið 1999 en það mun hafa farið í útvarpsspilun. Einhverjar mannabreytingar urðu á skipan Hot n‘sweet og árið 2001 var Sigurður Dagbjartsson kominn í sveitina í stað Hermanns Inga, Hermann Ingi kom aftur inn í hana árið 2003 og gæti þá hafa verið um tríó að ræða. Helga Möller söng með sveitinni árið 2001.

Hot n‘sweet lék mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu, Kringlukráin var þeirra staður um tíma en einnig lék sveitin á Rauða ljóninu, Players, Champions cafe, Fjörukránni og Catalínu auk þess sem hún lék á pöbbum á stöðum eins og Akureyri, Borgarnesi, Vestmannaeyjum og Keflavík – þess má geta að sveitin lék einnig á kántríhátíðinni á Skagaströnd um verslunarmannahelgina 2001.

Hot n‘sweet hætti störfum líklega um vorið 2003