Hólmavíkursystur (?)

Óskað er eftir upplýsingum um svokallaðar Hólmavíkursystur sem mun hafa verið sönghópur kvenna sem söng á opinberum vettvangi og við ýmis tækifæri.

Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan sönghóp, hvorki stærð hans eða hvenær hann starfaði, og hvað þá hverjar skipuðu hann en upplýsingar þess eðlis má senda Glatkistunni, með fyrirfram þökkum.