Valíum (2002-03)

Trúbadorarnir Hjörtur Geirsson og Haraldur Davíðsson starfræktu í upphafi aldarinnar dúett sem þeir kölluðu Valíum.

Valíum starfaði á árunum 2002 og 2003 og léku þeir félagar mestmegnis á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu s.s. á Langabar og Ara í Ögri en þeir munu einnig hafa leikið einhverju sinni í Ólafsvík.