Veturinn 1983 til 84 starfaði skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst en hún bar nafnið Hrygningarstofninn.
Þessi sveit annaðist undirleik í söngkeppni skólans, Bifróvision sem haldin var um vorið 1984 og sjálfsagt hefur hún leikið á fleiri skemmtunum og dansleikjum innan skólans á Bifröst eins og aðrar skólahljómsveitir samvinnuskólans gerðu á sínum tíma.
Engar frekari upplýsingar er hins vegar að finna um Hrygningarstofninn, hvorki um meðlimi hennar né hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim.














































