Hunang [1] (1971-72)

Hunang

Hljómsveit starfaði á Akureyri í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Hunang, nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu þessa sveit.

Ekki liggur ljóst fyrir hvenær Hunang var stofnuð en árið 1971 var hún skipuð þeim Sævari Benediktssyni bassaleikara, Brynleifi Hallssyni gítarleikara, Gunnari Ringsted gítarleikara og Jóni Sigþóri Sigurðssyni [trommuleikara?], þá um haustið höfðu þær breytingar orðið á skipan sveitarinnar að Gunnar og Brynleifur voru hættir en harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson var kominn í þeirra stað – reikna má með að hann hafi einnig leikið á hljómborð, sveitin var því orðin að tríói.

Hunang starfaði eitthvað áfram, árið 1972 lék sveitin m.a. á 17. júní skemmtun á Akureyri, á bindindismóti í Vaglaskógi um verslunarmannahelgina og eitthvað meira um haustið en virðist hafa hætt störfum fljótlega eftir það, engar upplýsingar eru um hvort einhverjar frekari mannabreytingar hafi orðið á skipan sveitarinnar.