Húnar [1] (1967)

Húnar

Hljómsveitin Húnar starfaði á Eskifirði á síðari hluta sjöunda áratugarins, líkast til í nokkra mánuði árið 1967.

Fáar heimildir er að finna um Húna og ekki liggja fyrir upplýsingar nema um einn meðlim sveitarinnar en það er Ellert Borgar Þorvaldsson sem var söngvari hennar og hugsanlega einnig bassaleikari, hann varð síðar þekktur liðsmaður hljómsveitarinnar Randver.

Húnar léku eitthvað á dansleikjum sumarið 1967 og m.a. á Héraðsvöku í Egilsbúð á Norðfirði en óskað er eftir frekari upplýsingum um um þessa sveit, s.s. um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma o.fl.