
Hver dó?
Rokktríóið Hver dó? starfaði á Akureyri vorið 1994 og var alls óskyld sveit sem starfaði undir sama nafni í bænum 25 árum fyrr. Nafnið átti sér líklegri tengingu við aðra rokksveit sem starfaði á Akureyri um sama leyti og hét Hún andar.
Meðlimir Hver dó? voru nemendur í Síðuskóla en þeir voru Atli Hergeirsson söngvari og bassaleikari, Lúðvík [Trausti Lúðvíksson?] og Snæbjörn [?], en sveitin lék m.a. á rokktónleikum í Deiglunni á Akureyri í tvígang.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um nöfn meðlima sveitarinnar og á hvaða hljóðfæri þeir léku.














































