Hvísl [3] (2013-15)

Hljómsveit starfaði á Akranesi undir nafninu Hvísl á árunum 2013 til 2015 – líklega þó lengur.

Meðlimir Hvísls voru þau Gunnar Sturla Hervarsson, Elfa Margrét Ingvadóttir, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, Heiðrún Hámundardóttir og Samúel Þorsteinsson en frekari upplýsingar vantar um hljóðfæraskipan sveitarinnar.

Hvísl var stofnuð haustið 2013 og starfaði til ársins 2015 að minnsta kosti, hún kom ekki oft fram opinberlega en lék m.a. á Vökudögum á Akranesi árið 2014.

Hljómsveitin hafði töluvert af frumsömdu efni, aðallega eftir Gunnar Sturlu á efnisskrá sinni en óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.