Hæfileikakeppni þjóðhátíðarnefndar Akraness [tónlistarviðburður] (1984-87)

Þjóðhátíðarnefnd Akraness stóð fyrir hæfileikakeppni meðal ungs fólks líklega á árunum 1984 til 87, ekki er ólíklegt að teygja megi fyrra ártalið framar. Hæfileikakeppnin fór líklega fram í félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi og hefð mun hafa verið fyrir að sigurvegarar hennar træðu upp í þjóðhátíðardagskrá þeirra Skagamanna 17. júní.

Litlar upplýsingar er að finna um þessa hæfileikakeppni, fyrir liggur að Orri Harðarson sigraði hana árið 1985 og að hljómsveitin Nöldur (sem Orri var hluti af) tók þátt í keppninni árið á undan en fátt annað finnst um hana. Hún var líkast til síðast haldin árið 1987 því ári síðar var farið af stað með Hátónsbarkakeppnina svokölluðu – samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar Arnardals og grunnskólanna á Akranesi, sem tók við af þessari keppni.