Hæfileikakeppni Vísnavina [tónlistarviðburður] (1986)

Vísnavinir á Vísnakvöldi

Félagsskapurinn Vísnavinir hélt upp á tíu ára afmæli sitt vorið 1986 og í tilefni af því var haldin hæfileikakeppni þar sem keppendur fluttu tónlist, sína eigin eða eftir aðra en þó með þeim skilyrðum að hún væri á íslensku – að öllum líkindum flutti hver keppandi tvö lög.

Litlar upplýsingar er að finna um sjálfa keppnina, fjölda keppenda, verðlaun og slíkt en sigurvegari hennar var Guðbergur Ísleifsson og í öðru sæti hafnaði söngtríóið Kúl, engar frekari upplýsingar liggja fyrir um keppnina eða keppendur.

Guðbergur Ísleifsson sigurvegari var svo meðal flytjenda á plötu sem Vísnavinir sendu frá sér um haustið, hún bar heitið Að vísu… en ekkert bendir til að fleiri þátttakendur í hæfileikakeppninni hafi komið við sögu á þeirri plötu.