
Höfuðlausn
Hljómsveit úr Borgarfirðinum sem bar það viðeigandi nafn Höfuðlausn, var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2010 en komst reyndar ekki áfram í úrslit keppninnar.
Sveitin, sem lék prógressíft djassrokk var skipuð þeim Heimi Klemenssyni hljómborðsleikara, Þórði Helga Guðjónssyni bassaleikara, Pétri Björnssyni söngvara og fiðluleikara, Jakobi Grétari Sigurðssyni trommuleikara og Jóhanni Snæbirni Traustasyni gítarleikara.
Svo virðist sem Höfuðlausn hafi verið skammlíf því ekki finnast neinar frekari heimildir um þessa sveit, hvorki fyrir né eftir Músíktilraunir.














































