Högni hrekkvísi (um 1975-80)

Högni hrekkvísi

Hljómsveitin Högni hrekkvísi var vinsæl ballhljómsveit sem starfaði á Vopnafirði um fjölmargra ára skeið á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og eitthvað fram á þann níunda – heimildir eru um að sveitin hafi verið starfandi að minnsta kosti á árunum 1975 til 1980 en þá um sumarið (1980) lék hún á dansleik um verslunarmannahelgina í samkomuhúsinu Iðavöllum í Suður-Múlasýslu, þá var búið að stytta nafn sveitarinnar og hét bara Högni en hér var vísað til teiknimyndasögunnar um Högna hrekkvísa sem á þeim tíma var daglegur gestur í Morgunblaðinu. Ekki er víst að sveitin hafði starfað samfleytt öll þessi ár en á árunum 1975 og 76 lék hún mikið á Hótel Tanga á Vopnafirði – um tíma í hverri viku.

Högna hrekkvísa skipuðu árið 1975 þeir Sigurður Björnsson gítarleikari, Konráð Stefánsson gítarleikari, Jón Sigurjónsson trommuleikari, Sigurður Ragnarsson hljómborðsleikari og Árni Róbertsson bassaleikari – upplýsingar vantar um hver eða hverjir þeirra sáu um sönginn. Ekki liggja fyrir heimildir um mannabreytingar í sveitinni nema að Birgir Bragason gæti hafa verið bassaleikari hennar um tíma.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.