Hörpukórinn [1] (1987)

Upplýsingar óskast um kór sem virðist hafa starfað í Dölunum árið 1987 undir nafninu Hörpukórinn en kór með því nafni söng á skemmtun tengdri Jörfagleði í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal þá um vorið, undir stjórn Ragnars Inga Aðalsteinssonar.

Hörpukórsins er hvergi annars staðar getið í heimildum og gæti hann því annað hvort hafa starfað um mjög skamma hríð eða um sé um einhvers konar nafnarugling að ræða.