Blúsunnandinn og stjórnandi hátíðarinnar Blús milli fjalls og fjöru á Patreksfirði, Palli Hauks, lést í maí síðastliðinn. Blúsfélag Reykjavíkur blæs til tónleika á Ölveri sportbar föstudagskvöldið 26. september nk. en þeir eru haldnir sem virðingarvottur við Palla og til heiðurs minningu hans.
Á svið stíga:
- Jón Ólafsson – bassi og söngur
- Ásgeir Óskarsson – trommur
- Guðmundur Pétursson – gítar og söngur
- Ragnheiður Gröndal – söngur
- Sigurður Sigurðsson – munnharpa og söngur
Húsið opnar kl. 19 og tónleikarnir hefjast kl. 20 – miðaverð er kr. 5.000 og er miðasala á midix.is
Komið og takið þátt í kvöldi sem sameinar tónlist, blús og hlýja minningu um Palla Hauks.














































