Samband íslenskra harmonikuunnenda [félagsskapur] (1981-)
Samband íslenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) er það sem kalla mætti landssamtök áhugafólks um harmonikkuleik en innan þeirra vébanda eru líklega á annað þúsund manns í um tuttugu aðildarfélögum. Það voru sex harmonikkufélög sem stóðu að stofnun Sambands íslenskra harmonikuunnenda á Akureyri vorið 1981 en félagsskapurinn var stofnaður til að stuðla að og efla harmonikkuleik á Íslandi.…





































