Ískórinn (1988-)

Ískórinn svokallaði er kór sem starfræktur hefur verið um árabil í samfélagi Íslendinga í Osló í Noregi. Kórinn var stofnaður 1988 og gekk framan af undir nafninu Kór Íslendingafélagsins í Osló og síðar Kór Íslendinga í Osló en hin síðari ár hefur hann gengið undir Ískórs-nafninu. Svo virðist sem Ískórinn hafi ekki starfað alveg samfleytt…

Fullt hús gesta (1987)

Hljómsveitin Fullt hús gesta starfaði vorið 1987 og kom þá fram í sjónvarpsþættinum Rokkarnir geta ekki þagnað. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Óli Jón Jónsson gítarleikari, Halldór Bachmann söngvari og hljómborðsleikari og Svanur Kristbergsson bassaleikari en enginn fastur trommuleikari lék með henni. Halldór Lárusson var hins vegar fenginn inn sem session-trommari fyrir sjónvarpsþáttinn. Ekki liggur fyrir…

Afmælisbörn 21. apríl 2021

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Annað þeirra er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, og er hann fimmtugur í dag og á því stórafmæli. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað…

Afmælisbörn 20. apríl 2021

Eitt afmælisbarn úr íslensku tónlistarlífi er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Það er Sigrún Jónsdóttir söngkona en hún er níutíu og eins árs gömul í dag, Sigrúnu þekkja margir sem eina af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands, hún söng inn á fjölda platna og oft í samstarfi við aðra söngvara eins og Alfreð Clausen og Ragnar…

Afmælisbörn 19. apríl 2021

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextíu og þriggja ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2021

Í dag eru þrjú afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er þrjátíu og þriggja ára gömul á þessum ágæta degi. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur í þeim…

Andlát – Guðmundur Steingrímsson (1929-2021)

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz) er látinn, á nítugasta og öðru aldursári. Guðmundur var einn allra þekktasti trommuleikari landsins og náði ferill hann yfir ýmsa og ólíka strauma og stefnur tónlistarinnar allt frá miðri síðustu öld og allt fram á annan áratug þessarar aldar. Þannig kom hann við sögu á mörgum klassískum tónlistarperlum frá sjötta…

Afmælisbörn 17. apríl 2021

Glatkistan hefur að geyma eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur á stórafmæli en hann er sextugur ára í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir þekkja…

Afmælisbörn 16. apríl 2021

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall á stórafmæli í dag en hann er sjötugur. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og…

Afmælisbörn 15. apríl 2021

Í dag er einn tónlistarmaður á afmælislista Glatkistunnar: Björgvin Þ. Valdimarsson kórstjóri og tónskáld er sextíu og fimm ára gamall í dag. Björgvin var um tvítugt farinn að stjórna kórsöng en hann hefur stjórnað kórum eins og Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni, kórar hans hafa m.a. flutt lög eftir hann og…

Funkstrasse (1991-97)

Hljómsveitin Funkstrasse (einnig ritað Funkstraße / Fönkstrasse) lífgaði töluvert upp á músíklíf höfuðborgarsvæðisins á fyrri hluta tíunda áratugarins en sveitin var angi af rokksveitinni Ham, eins konar diskóarmur sveitarinnar ef svo mætti að orði komast. Sveitin var þannig náskyld Jazzhljómsveit Konráðs Bé sem hafði svipuðu hlutverki að gegna litlu fyrr en í þeim báðum gegndu…

Fuss (um 1984)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem gæti hafa verið starfandi í kringum 1984, og bar nafnið Fuss. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit, hvorki meðlimi hennar né hljóðfæraskipan.

Funny bone (1993)

Hljómsveitin Funny bone var ein fjölmargra sveita sem komu fram á óháðu listahátíðinni Ólétt ´93 sem haldin var sumarið 1993. Upplýsingar um þessa sveit eru mjög af skornum skammti og því er óskað eftir þeim, hverjir skipuðu sveitina, hljóðfæraskipan o.s.frv.

The Fun kids (1996)

Unglingahljómsveit undir nafninu The Fun kids starfaði vorið 1996 og lék þá á tónleikum í Hafnarfirði sem báru yfirskriftina Kaktus ´96. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar, meðlimi og hljóðfæraskipan en líklegt hlýtur að teljast að hún hafi verið hafnfirsk.

Fyrirbæri [2] (1989)

Hljómsveitin Fyrirbæri var ein fjölmörgra sveita á Akranesi sem keppti í hljómsveitakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið 1989 en sveitin var þar kjörin frumlegasta sveit keppninnar. Hugsanlega var Fyrirbæri, sem var átta manna sveit stofnuð sérstaklega fyrir þessa keppni og ekki eru heimildir um að hún komi við sögu á öðrum vettvangi en meðlimir hennar voru Anna…

Fúsi og félagarnir (1992)

Pöbbahljómsveit sem bar nafnið Fúsi og félagarnir var starfandi haustið 1992 en virðist ekki hafa verið langlíf. Meðal meðlima hennar voru Sigfús Óttarsson (Fúsi) trommuleikari og Kristján Edelstein gítarleikari en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra sveitarliða, hún mun að mestu leyti hafa verið skipuð sömu meðlimum og voru í hljómsveitinni Út að skjóta hippa.

Future sound of Keflavík (1999)

Hljómsveit sem bar heitið Future sound of Keflavík starfaði í Keflavík haustið 1999 og var þá skráð til leiks í hljómsveitakeppnina Rokkstokk 1999, sem haldin var þar í bæ. Sveitin var ekki meðal þeirra sem áttu lag á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í kjölfar keppninnar en ekki liggur fyrir hvort ástæðan var…

Fussumsvei (1998 / 2022-)

Hljómsveitin Fussumsvei var meðal sveita sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Kolbeinn Tumi Haraldsson söngvari, Helgi Þorgilsson gítarleikari, Sigurður Ó. L. Bragason trommuleikari og Garðar Guðjónsson bassaleikari. Sveitin sem lék kassagítarpopp komst ekki áfram í úrslit keppninnar og starfaði ekki lengi eftir Músíktilraunir. Hátt í aldarfjórðungur leið þar til Fussumsvei lét…

Færibandið [3] (1998-2000)

Færibandið var hljómsveit starfandi á Húsavík eða nágrenni síðustu ár síðustu aldar og líklega eitthvað fram á þessa öld, sveitin lék mestmegnis á heimaslóðum en einnig inni á Akureyri og víðar. Sveitin var stofnuð haustið 1998 og var Gunnar Illugi Sigurðsson trommuleikari meðal meðlima í henni en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi…

Færibandið [2] (1997-2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit frá Akranesi sem starfaði við lok síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1997 til 2000, undir nafninu Færibandið. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit utan ofangreindra atriða en hún mun hafa verið í einhvers konar samstarfi við Grundartangakórinn á einhverjum tímapunkti auk þess að leika á þorrablótum og…

Færibandið [1] (1989)

Þrátt fyrir nokkurn fjölda hljómsveita sem borið hafa nafnið Færibandið virðist sú fyrsta ekki hafa verið starfrækt fyrr en við lok níunda áratugar síðustu aldar, þá starfaði sveit undir þessu nafni árið 1989 á Selfossi og var skipuð nokkrum ungum tónlistarmönnum sem flestir áttu eftir að koma víða við sögu í sunnlensku tónlistarlífi. Færibandið starfaði…

Færibandið [4] (2004)

Hljómsveitin Færibandið starfaði á Ísafirði árið 2004 en sveitin var skipuð kennurum við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ekki liggur þó fyrri hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Færibandsins  voru Hulda Bragadóttir, Sigurður Friðrik Lúðvíksson, Tumi Þór Jóhannsson, Olavi Körre og Guðrún Jónasdóttir, Guðrún mun hafa sungið með sveitinni en upplýsingar óskast um hljóðfæraskipan hennar.

Afmælisbörn 14. apríl 2021

Glatkistuafmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars),…

Afmælisbörn 13. apríl 2021

Afmælisbörn í tónlistargeiranum eru sex í dag á skrá Glatkistunnar: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson er sjötíu og sjö ára en hann þarf varla að kynna neitt sérstaklega. Hann hefur til þessa dags starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan…

Afmælisbörn 12. apríl 2021

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi í Glatkistunni. Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum dagi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær…

Afmælisbörn 11. apríl 2021

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextíu og fimm ára gamall í dag, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur,…

Afmælisbörn 10. apríl 2021

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi. Tryggvi G. Hansen torfhleðslu- og fjöllistamaður er sextíu og fimm ára gamall í dag en hann hefur verið þekktastur síðustu árin fyrir að búa í tjaldi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Tryggvi á þó einnig tónlistarferil að baki en þrjár plötur komu út tengdar honum á tíunda áratug…

Afmælisbörn 8. apríl 2021

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er sjötíu og sjö ára, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna,…

Funkmaster 2000 – Efni á plötum

Funkmaster 2000 – Á Vegamótum Útgefandi: Suð Útgáfunúmer: Suð02 Ár: 1998 1. Chank 2. Chameleon 3. Peggy 4. Funky miracle 5. The pusherman 6. Hottentott 7. Cantaloupe Island 8. Live wire / It’s about that time Flytjendur: Ómar Guðjónsson – gítar Hannes Helgason – hljómborð Kristján Orri Sigurleifsson – bassi Sverrir Þór Sævarsson – trommur…

Funkmaster 2000 (1998-)

Hljómsveitin Funkmaster 2000 starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót og gaf þá út eina plötu með ábreiðu-efni. Þrátt fyrir að lítið hafi spurst til sveitarinnar hin síðustu ár er varla við hæfi að segja hana hætta störfum því sveitir á borð við hana spretta oft upp aftur, hún kom til að mynda…

Frændkórinn (1991-2004)

Frændkórinn var um margt merkilegur kór en hann var eins og nafn hans gefur til kynna kór sem eingöngu var skipaður venslafólki. Hann starfaði í hartnær fimmtán ár og sendi frá sér eina plötu. Kórinn sem var blandaður mun hafa verið stofnaður sumarið 1991 í tengslum við ættarmót afkomenda hjónanna Jóns Gíslasonar og Þórunnar Pálsdóttur…

Fræmundur sóði (1991)

Hljómsveit sem bar nafnið Fræmundur sóði starfaði á Hellu á Rangárvöllum í kringum 1990, líklega 1991. Meðlimir Fræmundar sóða voru þeir Davíð Guðjónsson gítarleikari, Kristinn Jón Arnarson bassaleikari, Guðjón Jóhannsson trommuleikari og Sigurjón Gunnarsson söngvari. Sveitin var fremur skammlíf.

Frugg (1972)

Progghljómsveitin Frugg var skammlíf sveit sem varð til vorið 1972 þegar Rifsberja lagðist í dvala um tíma. Það voru þeir Þórður Árnason gítarleikari, Gylfi Kristinsson söngvari, Jón Kristinn Cortes bassaleikari, Karl J. Sighvatsson orgelleikari og Þorvaldur Rafn Haraldsson trommuleikari sem skipuðu Frugg. Sveitin lék m.a. á tónleikum um páskana 1972 þar sem þeir félagar fluttu…

Fuga (2000-01)

Hljómsveitin Fuga (einnig ritað Fúga) starfaði á höfuðborgarsvæðinu upp úr síðustu aldamótum. Fuga var stofnuð í upphafi árs 2000 en sveitina skipuðu bræðurnir Pétur Jóhann gítarleikari og Ágúst Arnar Einarssynir gítarleikara sem höfðu þá um tíma starfrækt dúettinn Pornopop, og Hallgímur Jón Hallgrímsson trommuleikari og Arnar Ingi Hreiðarsson bassaleikari sem komu úr Bee spiders úr…

Fudd (1996)

Hljómsveitin Fudd starfaði á Akureyri vorið 1996 en ekki liggur fyrir hversu lengi. Sveitin keppti þá í hljómsveitakeppninni Fjörunganum ´96 og var gítarleikari sveitarinnar, Kristján Örnólfsson kjörinn besti gítarleikari keppninnar. Aðrir meðlimir Fudd voru Elmar Steindórsson trommuleikari, Elmar Eiriksson bassaleikari og Jens Ólafsson söngvari (Toy machine, Brain police o.fl.) Gimp var stofnuð upp úr þessari…

Frævan (1984)

Vorið 1984 starfaði hljómsveit á Seyðisfirði undir nafninu Frævan. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma, meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem varðar hana.

Frænka hreppstjórans (1990-2005)

Hljómsveit að nafni Frænka hreppstjórans starfaði um alllangt skeið að Laugum í Reykjadal þar sem hjónin Björn Þórarinsson skólastjóri tónlistarskólans á staðnum og Sigríður Birna Guðjónsdóttir tónlistarkennari bjuggu. Þau höfðu áður starfað með fjölda hljómsveita á Suðurlandi. Sveitin var stofnuð í árslok 1990 og var í upphafi tríó þeirra hjóna og Ólafs Arngrímssonar skólastjóra grunnskólans…

Frændur (1975-76)

Dúettinn Frændur (líka kallaðir Frændurnir) komu fram á nokkrum tónleikum og dansleikjum 1975 og 76 en dúettinn skipuðu þeir frændur og samstarfsmenn úr hljómsveitinni Dögg, Jón Þór Gíslason og Ólafur Halldórsson. Frændurnir fluttu frumsamda tónlist við söng og gítarundirleik í anda Magnúsar og Jóhanns.

Frændkórinn – Efni á plötum

Frændkórinn – Hin fjölstofna eik Útgefandi: Frændkórinn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2004 1. Ljósar nætur 2. Nú vinir og frændur 3. Svalar lindir 4. Jesú heill míns hjarta 5. Ave verum corpus 6. Maríukvæði 7. Hjá lygnri móðu 8. Rúnaslagur 9. Sýn mér sólarfaðir 10. Sofðu rótt 11. Capri Katarína 12. Vor í Vaglaskógi 13.…

Fullveldiskórinn (1978)

Sönghópur eða kór sem gekk undir nafninu Fullveldiskórinn söng nokkur lög á hátíðarhöldum í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember 1978. Engar upplýsingar er að finna um þennan kór, hversu stór hann var eða hver stjórnaði honum en líklegt er að hann hafi verið settur saman eingöngu fyrir þessa einu uppákomu.

FullTime 4WD (1994)

Hljómsveitin FullTime 4WD kom úr Kópavoginum og var meðal sveita sem kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994. Sveitin komst þar í úrslit og reyndar gott betur því hún hafnaði í þriðja keppninnar á eftir sigurvegurunum í Maus og Wool sem varð í öðru sæti. Meðlimir FullTime 4WD voru Hlynur Aðils Vilmarsson trommuleikari, Halldór Geirsson hljómborðsleikari,…

Fugl (1990)

Hljómsveitin Fugl virðist hafa verið skammlíf sveit starfrækt á Akureyri vorið 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Siggi [?] gítarleikari og Gummi [?] trommuleikari. Upplýsingar óskast um þau föðurnöfn sem vantar.

Afmælisbörn 7. apríl 2021

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötíu og sex ára á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug platna…

Afmælisbörn 6. apríl 2021

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sextíu og sjö ára gamall í dag. Hann hefur mest alla tíð starfað við tónlist og fréttaflutning, hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari…

Afmælisbörn 5. apríl 2021

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Arnþór og Gísla Helgasyni sem eru sextíu og níu ára gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér…

Afmælisbörn 4. apríl 2021

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og sex ára gamall á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Afmælisbörn 3. apríl 2021

Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag: Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarsson) bassaleikari er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum sínum myndaði…

Afmælisbörn 2. apríl 2021

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Afmælisbörn 1. apríl 2021

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt (8 villt) en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar hefur hann…

Fræbbblarnir (1978-83 / 1996-)

Hljómsveitin Fræbbblarnir er klárlega skýrasta andlit pönktímabilsins á Íslandi sem má segja að hafi staðið yfir um tveggja og hálfs árs skeið en pönkið sem að mestu var sótt til Bretlands hafði þá þegar liðið undir lok þar í landi þannig að Íslendingar fóru að mestu á mis við hið eiginlega breska pönk. Fræbbblarnir höfðu…