Afmælisbörn 3. apríl 2021

Silli Geirdal

Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag:

Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarsson) bassaleikari er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum sínum myndaði hann dúettinn Black diamond ásamt Geir Ólafssyni. Silli hefur aukinheldur starfað við upptökur.

Vissir þú að félagsskapurinn Göróttu gyðjurnar samanstendur af nokkrum af þekktustu söngkonum þjóðarinnar sem hittast reglulega til að ræða málin og skemmta sér?