Afmælisbörn 27. janúar 2019

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Elmar Gilbertsson tenórsöngvari er fjörutíu og eins árs gamall á þessum degi. Hann er einn af fremstu söngvurum landsins og nam söng í Hollandi en hann hefur starfað þar og víðar í Evrópu. Elmar er líkast til hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í óperunni Ragnheiði en…

Afmælisbörn 26. janúar 2019

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, flugfreyja og trompetleikari er fjörutíu og níu ára gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara. Þá á Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari einnig afmæli…

Afmælisbörn 25. janúar 2019

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sextíu og átta ára gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Afmælisbörn 24. janúar 2019

Í dag eru tvö afmælisbörn skráð hjá Glatkistunni: Reynir Gunnarsson saxófónleikari úr Dúmbó og Steina frá Akranesi er sjötíu og eins árs gamall á þessum degi. Reynir kom auðvitað við sögu á plötum Dúmbós en hefur lítið fengist opinberlega við tónlist allra síðustu árin, saxófónleik hans má þó heyra í söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem…

Bylting – Efni á plötum

Bylting – Ekta Útgefandi: Bylting Útgáfunúmer: Bylting cd1 Ár: 1995 1. Best of 2. Skráargöt 3. Til ösku 4. Diskó 5. Djúp vötn deyfa 6. Ekta 7. Algjörir englar 8. Nítján 9. Egó 10. Undur nr. 8 Flytjendur: Valur Halldórsson – söngur, raddir og trommur Bjarni Jóhann Valdimarsson – bassi og raddir Þorvaldur Eyfjörð –…

Bylting (1992-)

Hljómsveitin Bylting á sér sögu sem nær allt til ársins 1989 þótt ekki hafi hún allan tímann starfað undir sama nafni. Kjarni sveitarinnar, sem er upphaflega frá Árskógsströnd, hefur starfað saman síðan árið 1989 en það var þó ekki fyrr en 1992 sem hún hlaut nafnið Bylting, áður gekk hún  undir nafninu Strandaglópar. Meðlimir hennar…

Búningarnir (1988)

Hljómsveitin Búningarnir var í raun stofnuð til að fylgja plötu Bjarna Arasonar söngvara eftir hann hafði vakið mikla athygli sumarið á undan með því að vinna Látúnsbarkakeppnina svokölluðu. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1988 og var iðulega kynnt sem Bjarni Ara og Búningarnir. Aðrir meðlimir Búninganna voru Einar Bergur [?], Rúnar Guðjónsson [bassaleikari?],…

Búgímenn (1994)

Blúsrokksveitin Búgímenn (Boogiemen) starfaði um skamman tíma síðsumars 1994 og kom þá fram í nokkur skipti á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Sveitina skipuðu þeir Gunnar Eiríksson söngvari og munnharpa, Einar Valur Einarsson bassaleikari, Svanur Karlsson trommuleikari og Jóhannes Snorrason gítarleikari.

Búbót (1975-77)

Hljómsveitin Búbót mun hafa verið starfrækt í Grindavík um og eftir miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar og var eftir því sem menn segja, fyrsta hljómsveitin sem starfrækt var í bænum – þar til annað kemur í ljós. Fyrstu heimildir um Búbót eru frá árinu 1975 en sveitin gæti hugsanlega hafa verið starfandi fyrr. Meðlimir hennar…

Bændakór Skagfirðinga (1916-25)

Bændakór Skagfirðinga starfaði í um áratug snemma á síðustu öld en Karlakórinn Heimir var síðar stofnaður upp úr honum. Það voru þeir Benedikt Sigurðsson á Fjalli og Pétur Sigurðsson á Geirmundarstöðum sem voru aðalhvatamenn að stofnun kórsins. Í byrjun var einungis að ræða tvöfaldan kvartett sem söng fyrst opinberlega 1916 undir stjórn Péturs en hann…

Bændakór Fljótsdæla (um 1930)

Hér er óskað eftir upplýsingum um kór sem starfaði á Fljótsdalshéraði á árunum í kringum 1930. Fyrir liggur að Theódór Árnason var stjórnandi kórsins sem bar nafnið Bændakór Fljótsdæla, á árunum 1932-34. Kórinn hafði þá verið starfandi í nokkur ár og var fjöldi kórmeðlima um tólf til fjórtán þegar Theódór kom til sögunnar.

Bændakór Eyfirðinga (1963)

Skammlífur kór bænda undir heitinu Bændakór Eyfirðinga söng undir stjórn kórstjórans Sigríðar Schiöth sumarið 1963, ekki liggur þó fyrir hversu lengi hann starfaði. Allar frekari upplýsingar um þennan kór má senda Glatkistunni.

Bældir tónar (1982-92)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um sönghóp eða karlakór sem starfaði í Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1986, hversu stór hann var, hversu lengi hann starfaði og hver stjórnaði honum. Svo virðist sem hann hafi starfað að minnsta kosti á árunum 1982 til 1992 því síðarnefnda árið var haldið upp á tíu ára afmæli hans.

Byldrini (1992)

Árið 1992 var starfrækt hljómsveit sem bar nafnið Byldrini og lék á tónleikum í Hafnarfirði um vorið. Söngkona sveitarinnar hét Kristín [?], meðlimir voru fjórir talsins (skv. mynd) en engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit.

Bændakór Snæfellinga (1953-54)

Afar takmarkaðar heimildir finnast um Bændakór Snæfellinga. Hann starfaði á árunum 1953 og 54 undir stjórn Þorgríms Sigurðssonar prests á Staðastað en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þennan kór.

Afmælisbörn 23. janúar 2019

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir söngkona er sjötíu og sjö ára en hún gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Helena söng inn á fjölmargar plötur á söngferli sínum, þá fyrstu þegar hún var…

Afmælisbörn 22. janúar 2019

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) er áttatíu og sex ára, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar (sem að mestu var…

Afmælisbörn 21. janúar 2019

Á þessum degi koma fjögur afmælisbörn við sögu, tvö þeirra eru ekki lengur meðal okkar: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum.…

Afmælisbörn 20. janúar 2019

Tvö afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og fjögurra ára gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um…

Afmælisbörn 19. janúar 2019

Í dag eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sextíu og níu ára. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru, bjó síðar í…

Afmælisbörn 18. janúar 2019

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er fimmtíu og sjö ára á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í sönghópnum…

Afmælisbörn 17. janúar 2019

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fimmtug í dag og á því stórafmæli. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…

Bull og villimenn (1984)

Hljómsveitin Bull og villimenn var skammlíf sveit starfandi árið 1984 sem kom fram opinberlega í eitt skipti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hannes A. Jónsson trommuleikari og Sigurbjörn R. Úlfarsson bassaleikari sem höfðu verið saman í Nefrennsli og Phobiu, Kristján Hauksson gítarleikari og Eiríkur Einarsson (Eiki Einars) söngvari og gítarleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort fleiri…

Bulla (1996)

Hljómsveitin Bulla starfaði á Ísafirði haustið 1996. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar en þeir voru að öllum líkindum á grunnskólaaldri. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit.

Bumburnar (1982-88)

Hljómsveitin Bumburnar var danshljómsveit, starfandi á Norðfirði um árabil á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1982 upp úr leifum Amon Ra og lék á dansleikjum víða um Austfirði en mest þó í heimabyggð, Bumburnar voru t.a.m. fastagestir á þorrablótum og árshátíðum eystra. Í upphafi gekk sveitin undir nafninu Jón og Bumburnar, og voru…

Burn (1993)

Hljómsveitin Burn starfaði vorið og sumarið 1993 og var líklega í rokkaðri kantinum. Hún fór nokkuð víða og lék m.a. á Óháðri listahátíð um sumarið. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og er hér með óskað eftir þeim.

Burning eyes (2000)

Hljómsveitin Burning eyes var partur af hardcore rokk senunni í kringum síðustu aldmót. Sveitin starfaði árið 2000 og var úr Mosfellbænum en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi hennar utan þess að um tíma var bassaleikari í henni að nafni Erla [?] og svo annar bassaleikari að nafni Teitur. Allar frekari upplýsinga um þessa…

Burkni bláálfur (1993)

Hljómsveitin Burkni bláálfur frá Höfn í Hornafirði tók þátt í Músíktilraunum vorið 1993 án þess þó að komast í úrslit keppninnar. Meðlimir Burkna bláálfs voru Sigfús Már Þorsteinsson bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari og Eymundur Ragnarsson trommuleikari. Sveitin lék þungt rokk og var án söngvara. Einhverjir fleiri munu hafa komið við sögu sveitarinnar en upplýsingar um…

Burkni (1991-92)

Hljómsveitin Burkni starfaði á höfuðborgarsvæðinu, líklega innan veggja Menntaskólans í Reykjavík, á árunum 1991 og 92, hugsanlega eitthvað lengur. Sveitin lék fremur þungt gamalt rokk í anda Led Zeppelin og slíkra sveita, og sigraði í hljómsveitakeppni sem haldin var á vegum Nillabars í árslok 1991 en hún var þó líklega frægust fyrir að innihalda söngkonu…

Burknar og Garðar (1986-87)

Hljómsveitin Burknar og Garðar starfaði veturinn 1986-87 og lék einkum á dansleikjum fyrir fólk komið á og yfir miðjan aldur. Garðar Guðmundsson var söngvari hljómsveitarinnar en hann hafði verið af fyrstu kynslóð rokksöngvara hér á landi. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og væru þær vel þegnar.

Burgeisar (1987-88)

Hljómsveitin Burgeisar starfaði í nokkra mánuði 1987 og 88. Sveitin var stofnuð um haustið 1987 og lék fyrst um sinn á Hótel Sögu. Eftir áramótin 1987-88 var hún hins vegar ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé en um það leyti var settur þar á svið Þórskabarettinn Svart og hvítt. Þar lék sveitin þar til hún hætti…

Bundið slitlag (1996-2002)

Upplýsingar um blúshljómsveitina Bundið slitlag eru af afar skornum skammti en hún virðist hafa verið starfandi á árunum 1996 til 2002, þó með hléum. Heimild segir að sveitin hafi einnig gengið undir nafninu Blúsband Gordons Bummer. 1996 voru þeir Georg Bjarnason bassaleikari, Bergþór Smári gítarleikari og Pojtr Versteppen [?] trommuleikari sagðir vera meðlimir Bundins slitlags…

Busabandið [2] (2000-01)

Hljómsveit sem bar nafnið Busabandið var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 2000-01. Nafnið var kunnuglegt innan veggja skólans því um fjórum áratugum fyrr hafði verið sveit starfandi undir sama nafni í skólanum, og skartað mörgum kunnum tónlistarmönnum. Busabandið mun hafa verið stofnað í tengslum við Viðarstauk, hljómsveitakeppni MA og starfaði eitthvað áfram eftir keppnina.…

Busabandið [1] (1960-64)

Busabandið, skólahljómsveit Menntaskólans á Akureyri, starfaði í um fjögur ár á fyrri hluta sjöunda áratugs liðinnar aldar, og ól af sér nokkra kunna tónlistarmenn. Það voru Skagamennirnir Arnmundur Backman saxófón- og harmonikkuleikari og Friðrik Guðni Þórleifsson píanóleikari, þá busar í Menntaskólanum á Akureyri, sem stofnuðu Busabandið haustið 1960 en þeir höfðu fyrr um árið átt…

Burp corpse (1993-94)

Burp corpse var dauðarokkssveit frá Selfossi sem eins konar forveri Múspells og Ámsvartna. Sveitin var stofnuð 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi Stefán Ólafsson söngvari og Magnús Halldór Pálsson bassaleikari en Atli [?] gítarleikari og Rúnar Már Geirsson trommuleikari bættust fljótlega í hópinn. Einhver tími leið þar til Ólafur Á. Másson gítarleikari kom inn…

Afmælisbörn 16. janúar 2019

Í dag er eitt afmælisbarn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari á stórafmæli en hann er sjötugur í dag, hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Toxic, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…

Afmælisbörn 15. janúar 2019

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…

Afmælisbörn 14. janúar 2019

Í dag eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Mývetningurinn Stefán Jakobsson er þrjátíu og níu ára gamall í dag. Stjarna hans hefur risið hátt á síðustu árum, bæði sem söngvari hljómsveitarinnar Dimmu en einnig almennt fyrir söngverkefni sín s.s. Föstudagslögin, þá hefur hann sent frá sér sólóplötu. Stefán sem er af miklum tónlistarættum, er og hefur…

Afmælisbörn 13. janúar 2019

Sex afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Óskar Páll Sveinsson hljóð- og upptökumaður er fimmtíu og tveggja ára í dag. Hann var á yngri árum söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Medium en sneri sér síðan að upptökufræðum, starfaði sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og við upptökur og hljóðblöndun á fjölmörgum plötum hér heima áður en…

Afmælisbörn 12. janúar 2019

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: (Sæmundur) Rúnar Þórisson gítarleikari frá Ísafirði er sextíu og fjögurra ára gamall í dag en hann hefur komið víða við á löngum tónlistarferli. Rúnar starfaði á árum áður með sveitum eins og Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Haukum, Dínamít og Dögg en henn vann einnig náið með Rafni…

Afmælisbörn 11. janúar 2019

Tvö afmælisbörn eiga daginn í dag: Sigurður Rúnar Samúelsson (Siggi Sam) bassaleikari og fasteignasali frá Ísafirði er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Sigurður, sem er af bassaleikaraættum (sonur Samúels Einarssonar í BG & Ingibjörgu) hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferlinum s.s. Írafári, Hljómsveit Al Deilis, Bravó, Dægurlagakombóinu og Boogie knights svo fáeinar…

Afmælisbörn 10. janúar 2019

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sverrir Guðjónsson kontratenór er sextíu og níu ára, hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér heima og á…

Bubbleflies (1993-95)

Segja má að hafnfirska hljómsveitin Bubbleflies (Bubble flies) hafi verið eins konar brautryðjandi í íslensku sveimrokki, sveitin skildi eftir sig tvær breiðskífur og nokkur lög á safnplötum. Upphaf Bubbleflies er rakið til vorsins 1993 þegar þeir Þórhallur Skúlason og Pétur Orri Sæmundsen voru að gera tilraunir með danstónlist og fengu Davíð Magnússon gítarleikara til að…

Bubbleflies – Efni á plötum

Bubbleflies – The world is still alive Útgefandi: Hljómalind Útgáfunúmer: HLCD 1A Ár: 1993 1. If its kinky? 2. Birds and piano 3. The world is still alive 4. Luger 5. Shades 6. Whisper 7. Razor X 8. Strawberries 9. Aha Attilla 10. Kinky remix 11. Dreamscape 12. Huxley farm Flytjendur: Páll Banine – söngur…

Bræðrabandið [4] (1999-)

Frá árinu 1999 að minnsta kosti hefur verið starfandi hljómsveit undir nafninu Bræðrabandið (þeir hafa einnig kallað sig Brødrene Undskyld), sem hefur leikið við ýmis tækifæri við kirkjur höfuðborgarsvæðisins, m.a. við svokallaðar æðruleysissamkomur. Það eru bræðurnir Hörður Bragason og Birgir Bragason sem skipa Bræðrabandið en einnig hefur fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson leikið með þeim margsinnis, Gunnar…

Bræðrabandið [7] (?)

Bræðrabandið er nafn á sveit, starfandi á þessari öld, sem inniheldur m.a. Ingólf Steinsson gítarleikara (Þokkabót o.fl.), ennfremur mun Lárus [?] vera einn meðlima sveitarinnar en um aðra er ekki vitað. Frekari upplýsingar óskast um Bræðrabandið.

Bræðrabandið [6] (2008)

Hljómsveit að nafni Bræðrabandið gæti hafa verið starfandi á norðanverðum Vestfjörðum vorið 2008, jafnvel á Suðureyri við Súgandafjörð. Allar upplýsingar um þess sveit má senda Glatkistunni.

Bræðrabandið [5] (2008)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Bræðrabandið sem starfaði í Húnavatnssýslum árið 2008, meðlimi hennar, staðsetningu og líftíma. Hugsanlega var um að ræða harmonikkusveit.

Bræðrabandið [9] (2015-)

Dúettinn Bræðrabandið hefur starfað frá árinu 2015 að minnsta kosti. Það eru þeir bræður Árni Friðberg Helgason cajonleikari og Andri Fannar Helgason söngvari og gítarleikari sem skipa Bræðrabandið en þeir koma fram og skemmta við ýmis tækifæri.