Afmælisbörn 15. apríl 2022

Í dag er einn tónlistarmaður á afmælislista Glatkistunnar: Björgvin Þ. Valdimarsson kórstjóri og tónskáld er sextíu og sex ára gamall í dag. Björgvin var um tvítugt farinn að stjórna kórsöng en hann hefur stjórnað kórum eins og Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni, kórar hans hafa m.a. flutt lög eftir hann og…

Afmælisbörn 14. apríl 2022

Glatkistuafmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars),…

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík (1970-2014)

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík var lengi vel stærstur átthagafélagskóra á Íslandi enda hefur sönglíf alltaf verið blómlegt í Skagafirðinum. Kórinn var að lokum lagður niður og var þá Skagfirðingum heldur farið að fækka í honum. Skagfirska söngsveitin, sem var blandaður kór var stofnaður af áhugafólki um söng innan Skagfirðingafélagsins í Reykjavík haustið 1970 en félagið…

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík – Efni á plötum

Skagfirzka söngsveitin – Skín við sólu Útgefandi: Skagfirðingafélagið í Reykjavíkur / Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 43 Ár: 1973 1. Skagafjörður 2. Lindin 3. Á vegamótum 4. Mamma 5. Ave María 6. Amma mín 7. Serenate 8. Blundaðu ástin mín unga 9. Vor 10. Erla 11. Una 12. Álfadans 13. Vorljóð 14. Hallarfrúin 15. Þráðurinn hvíti Flytjendur:…

Snældurnar (1968-69)

Sönghópurinn Snældurnar var kvartett stúlkna í Kópavogsskóla, undir lok sjöunda áratugarins – líklega veturinn 1968 til 69. Snældurnar skipuðu þær Guðrún Ágústa Þorkelsdóttir, Sólveig Krogh Pétursdóttir, Þórunn Björnsdóttir (síðar stjórnandi Skólakórs Kársness o.fl.) og Guðrún Gunnarsdóttir, hugsanlega komu þær stundum fram þrjár (ef marka má myndina sem hér fylgir). Auk söngs léku þær Sólveig og…

Snarl [2] [safnplöturöð] – Efni á plötum

Snarl – ýmsir [snælda] Útgefandi: Erðanúmúsik Útgáfunúmer: E 09 Ár: 1987 1. Sogblettir – Helvítis djöfull 2. Sogblettir – Morðingjarnir 3. Sogblettir – 5. gír 4. Múzzólíní – Raggí (Bjarna lagið) 5. Múzzólíní – Orgasmuss 6. Múzzólíní – Gróðrastöð ríkisins 7. Gult að innan – Gefðu mér frið 8. Gult að innan – Pólitík og…

Snarl [2] [safnplöturöð] (1987-)

Snarl serían vakti töluverða athygli á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar en þar var um að ræða útgáfu á jaðartónlist á kassettuformi, til að gefa svokölluðum underground tónlistarfólki tækifæri til að komast upp á yfirborðið og jafnframt til höfuðs FM-poppinu svokallaða sem þá var komið til skjalanna. Það var tónlistarmaðurinn Gunnar L. Hjálmarsson, betur…

Snælandskórinn (1989-2005)

Snælandskórinn svokallaði var ekki eiginlegur starfandi kór heldur eins konar úrvalskór söngfólks af Austurlandi sem kom stöku sinnum saman og söng mestmegnis í kringum utanlandsferðir sem hann fór í. Snælandskórinn var settur á stofn snemma árs 1989 þegar Kirkjukórasambandi Austurlands barst boð um að senda blandaðan kór til Ísraels um jólin en sá kór yrði…

Snæfríður og stubbarnir (1988-98 / 2004)

Snæfríður og stubbarnir var hljómsveit úr Þorlákshöfn sem sérhæfði sig í írsk-ættaðri þjóðlagatónlist og annars konar þjóðlögum einnig en laumaði inn á milli stöku frumsömdu lagi (og textum) sem svo má heyra á tveimur safnplötum þar sem sveitin kom við sögu. Hljómsveitin mun hafa átt rætur sínar að rekja til Lúðrasveitar Þorlákshafnar en innan hennar…

Snæfellingakórinn í Reykjavík (1978-2004)

Snæfellingakórinn í Reykjavík starfaði í liðlega aldarfjórðung en kórinn var að mestu skipaður brottfluttum Snæfellingum og fólki sem átti þangað ættir að rekja. Hugmynd kom upp snemma árs 1978 um að stofna blandaðan söngkór innan Félags Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík, en það var átthagafélag brottfluttra Snæfellinga á höfuðborgarsvæðinu og hafði verið starfrækt síðan fyrir…

So what (1995-97)

So what var djassband sem starfaði undir lok síðustu aldar, sveitin var að öllum líkindum FÍH-band en hún sérhæfði sig í tónlist frá árunum 1930-60. So what var stofnuð árið 1995, líklega um haustið og fljótlega hóf hún að leika fyrir matargesti og fyrir dansi á Hótel Borg þar sem hún kom oftast fram, en…

Soap factory (2000-02)

Pönksveit úr Kópavogi sem bar nafnið Soap factory starfaði um síðustu aldamót, líklega um þriggja ára skeið. Vorið 2002 keppti sveitin í Músíktilraunum og voru meðlimir hennar þá Helgi Rafn Ingvarsson söngvari, Haraldur Ágústsson gítarleikari, Pálmi Hjaltason bassaleikari, Ellert Sigurðarson gítarleikari og söngvari og Sigurður J. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram. Soap factory starfaði…

Sokkabandið [2] (1992)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði á Akureyri árið 1992, og gekk undir nafninu Sokkabandið. Líkast til var um einhvers konar rokksveit að ræða en hún lék á tónleikum það haust.

Sokkabandið [3] (2001)

Hljómsveit var starfandi árið 2001 undir nafninu Sokkabandið, hugsanlega einhvers staðar á Suðurnesjunum. Þeir sem hefðu einhverjar upplýsingar um þessa sveit mættu senda Glatkistunni línu þess efnis.

Afmælisbörn 13. apríl 2022

Afmælisbörn í tónlistargeiranum eru sex í dag á skrá Glatkistunnar: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson er sjötíu og átta ára en hann þarf varla að kynna neitt sérstaklega. Hann hefur til þessa dags starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan…

Afmælisbörn 12. apríl 2022

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi í Glatkistunni. Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum dagi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær…

Afmælisbörn 11. apríl 2022

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextíu og sex ára gamall í dag, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur,…

Afmælisbörn 10. apríl 2022

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi. Tryggvi G. Hansen torfhleðslu- og fjöllistamaður er sextíu og sex ára gamall í dag en hann hefur verið þekktastur síðustu árin fyrir að búa í tjaldi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Tryggvi á þó einnig tónlistarferil að baki en þrjár plötur komu út tengdar honum á tíunda áratug…

Afmælisbörn 8. apríl 2022

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er sjötíu og átta ára, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna,…

Blúshátíð í Reykjavík 2022 – Blúsdagur í miðborginni

Blúshátíð í Reykjavík verður haldin nú um páskana eftir tveggja ára hlé en hún hefst með Blúsdegi í miðborginni á laugardaginn. Þá leggur Blúshátíð Skólavörðustíginn undir sig, skrúðganga verður frá Leifsstyttu kl. 14.00, Lúðrasveitin Svanur leikur nokkur lög og Krúser klúbburinn verður með glæsilega bílasýningu. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags…

Afmælisbörn 7. apríl 2022

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötíu og sjö ára á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug platna…

Sálin hans Jóns míns (1988-2018)

Sálin hans Jóns míns er eitt stærsta nafn íslenskrar tónlistar, og líklega það allra stærsta þegar talað er um hljómsveitir. Sveitin afrekaði á sínum 30 ára ferli ótrúlega hluti, hún var upphaflega stofnuð upp úr soultónlistar-verkefni og var aldrei ætlaður lengri líftími en eitt sumar á sveitaböllum en næstu árin varð hún hins vegar ein…

Sálin hans Jóns míns – Efni á plötum

Sálin hans Jóns míns – Syngjandi sveittir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: 13102881 Ár: 1988 1. Á tjá og tundri 2. Kanínan 3. Syngjandi sveittir 4. Alveg hamstola 5. Louie Louie 6. When a man loves a woman 7. Mercy mercy 8. Show me Flytjendur: Stefán Hilmarsson – söngur og raddir Guðmundur Jónsson – gítar og raddir…

Snurk (1999)

Haustið 1999 kom tvíeykið Snurk fram á Stefnumótakvöldi Undirtóna á Gauki á Stöng. Snurk, sem sagt var skipað tveimur meðlimum Funkmaster 2000, lék eins konar funky free jazz og lék líklega aðeins í þessa eina skipti opinberlega. Óskað er eftir upplýsingum um hverjir tveir meðlima Funkmaster 2000 skipuðu Snurk

Snótarkórinn [2] (1979)

Kór kvenna var starfræktur innan verkalýðsfélagsins Snótar í Vestmannaeyjum undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en ekki finnast upplýsingar um hversu lengi hann starfaði. Snótarkórinn, eins og hann mun hafa verið nefndur, söng á 1. maí samkomu vorið 1979 og kom aftur fram á afmælishátíð verkalýðsfélaganna í Eyjum síðar sama ár en aðrar heimildir um…

Snótarkórinn [1] (1939-42)

Kvennakór var starfandi í Vestmannaeyjum innan verkalýðsfélagsins Snótar á árum heimsstyrjaldarinnar síðari en hann var lengi vel eini kvennakórinn sem hafði varið starfandi í Eyjum. Snótarkórinn mun hafa verið stofnaður árið 1939 og starfaði hann til 1942 undir stjórn Sigríðar Árnadóttur en ekki liggur fyrir hvort og við hvaða tækifæri hann kom opinberlega fram.

Snorri og Ómar (1972)

Þjóðlagadúettinn Snorri og Ómar (Ómar og Snorri) var meðal flytjenda á þjóðlagakvöldi á vegum Vikivaka í Tónabæ í febrúar 1972. Líklega léku þeir báðir á gítara og sungu en Snorri lék jafnframt á einhvers konar flautu. Óskað er eftir upplýsingum um full nöfn þeirra félaga en fyrir liggur að þeir voru frá Eskifirði.

SNO-tríóið (1949)

Hljómsveit sem bar heitið SNO-tríóið lék á dansleik í tengslum við héraðsmót sjálfstæðismanna á Flateyri síðsumars 1949, hér er reiknað með að um heimamenn hafi verið að ræða. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þetta tríó og er því hér með óskað eftir upplýsingum um það.

Snillingarnir [2] (2001-06)

Danshljómsveit sem bar nafnið Snillingarnir starfaði laust eftir síðustu aldamót og lék framan af mestmegnis á Kaffi Reykjavík. Snillingarnir komu fyrst fram í upphafi árs 2001 og í einhverjum fjölmiðlum var hún kölluð Sniglabandið en þrír meðlima sveitarinnar komu úr þeirri sveit, þeir Pálmi J. Sigurhjartarson hljómborðsleikari, Björgvin Ploder trommuleikari og Einar Rúnarsson hljómborðsleikari, aðrir…

Snekkjubandið (1987-89)

Hljómsveit var starfrækt á Austfjörðum á árunum 1987 til 89 undir nafninu Snekkjubandið en nafn sveitarinnar má rekja til þess að hún var eins konar húshljómsveit á gisti- og veitingahúsinu Snekkjunni á Fáskrúðsfirði. Hugsanlega lék sveitin þó víðar en á Snekkjunni. Árni Ísleifsson, Garðar Harðarson og Sigurður Á. Pétursson voru upphaflega í Snekkjubandinu en síðar…

Snæbjörg Snæbjarnardóttir (1932-2017)

Sópransöngkonan og söngkennarinn Snæbjörg Snæbjarnardóttir kom víða við á ferli sínum, hún hafnaði freistandi tækifærum erlendis sem hefðu getað gert hana að töluvert stærra nafni í íslenskri tónlistarsögu en telst þess í stað meðal virtustu söngkennara sem hérlendis hafa starfað og fjöldi þekktra söngvara nutu leiðsagnar hennar og kennslu. Þá var hún jafnframt öflugur kórstjórnandi…

Snúran snúran (1984-85)

Hljómsveitin Snúran Snúran varð nokkuð þekkt á sínum tíma en mest þó fyrir nafnið sem var afbökun á bresku sveitinni Duran Duran sem þá var á hátindi frægðar sinnar, um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Snúran Snúran hin íslenska fékk sínar fimmtán mínútna frægð þegar sveitin var meðal þátttökusveita í því sem kallað var hljómsveitakeppni…

Afmælisbörn 6. apríl 2022

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sextíu og átta ára gamall í dag. Hann hefur mest alla tíð starfað við tónlist og fréttaflutning, hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari…

Afmælisbörn 5. apríl 2022

Afmælisbörn dagsins eru sjö talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru sjötugir í dag og eiga því stórafmæli. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki…

Afmælisbörn 4. apríl 2022

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og sjö ára gamall á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Afmælisbörn 3. apríl 2022

2022 Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag: Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarsson) bassaleikari er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum sínum…

Afmælisbörn 2. apríl 2022

Þrjú afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Afmælisbörn 1. apríl 2022

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt (8 villt) en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar hefur hann…

Afmælisbörn 31. mars 2022

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður…

Snafu (1999-2003)

Hljómsveitin Snafu var töluvert áberandi í harðkjarnasenunni sem hér náði hámarki um og eftir síðustu aldamót. Sveitin þróaðist hratt á þeim tíma sem hún starfaði en svo virðist sem meðlimir hennar hafi ekki verið sáttir við þá stefnu sem hún hafði tekið í lokin og stofnuðu nýja sveit upp úr henni. Snafu sendi frá sér…

Snafu – Efni á plötum

Snafu – Anger is not enough Útgefandi: Harðkjarni Útgáfunúmer: HK005 Ár: 2000 1. Snafu 2. Anger is not enough 3. Cow mutilation sucks 4. This am I 5. Turn off your televisions 6. All smiles 7. Blue balls turn black 8. Sick giant 9. Live bonus tracks [7 lög] Flytjendur: Eiður Steindórsson – gítar Gunnar…

SMS tríó [3] (2004)

Tríó sem sérhæfði sig í barokk tónlist frá Ítalíu og Þýskalandi hélt tónleika í Neskirkju haustið 2004 undir nafninu SMS tríó. Nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þremenninganna en þeir voru Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Martin Frewer fiðluleikari og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari. Þeir munu hafa leikið einungis á þessum einu tónleikum.

Smuraparnir (1994)

Smuraparnir (Smurapar) var djass- eða bræðingshljómsveit sem lék töluvert opinberlega vorið og sumarið 1994, m.a. á uppákomu tengdri Listahátíð í Reykjavík. Sveitin var að mestu skipuð þeim sömu og þá skipuðu Tamlasveit Egils Ólafssonar en upphaflega átti sú sveit að bera Smurapa-nafnið. Meðlimir hennar voru Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og…

Sniglar (1968-69)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sniglar var starfandi á Raufarhöfn veturinn 1968-69 en þar starfaði sveitin við Barna- og unglingaskólann. Meðlimir Snigla voru Halli Gvendar [?] gítarleikari, Guðjón Snæbjörnsson gítarleikari og söngvari, Siggi Palla [Sigurður Pálsson?] bassaleikari og Jóndi Guðna [?] trommuleikari, Sævar Geira [?] mun svo hafa tekið við trommunum af þeim síðast talda.…

Snerta (1989-90)

Snerta var slagverkshópur sem starfaði 1989 til 1990 og kom þá fram í fáein skipti opinberlega, m.a. annars á tónleikum í Þjóðleikhúsinu og í tónleikasal FÍH. Það voru þeir Árni Áskelsson, Eggert Pálsson, Maarten Van Der Valk og Pétur Grétarsson sem skipuðu Snertu en þeir félagar fluttu m.a. tónverkið Sindur eftir Áskel Másson sem hljóðritað…

Snati (1974)

Hljómsveit sem bar nafnið Snati starfaði árið 1974 og var þá skipuð m.a. tveimur ungum tónlistarmönnum sem síðar áttu eftir að verða stór nöfn í íslenskri tónlist, það voru þeir Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Eiríkur Hauksson sem líklega söng og lék á gítar en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar. Snati kom líklega…

Snarl [1] (1970)

Þjóðlagadúettinn Snarl kom fram opinberlega á þjóðlagakvöldi sem haldið var í Tónabæ haustið 1970, og bendir fátt til þess að sá dúett hafi verið langlífur. Það voru þeir Hjálmar Sverrisson og Matthías Kristiansen sem skipuðu Snarl en óskað er eftir frekari upplýsingum um þá félaga.

Smurf [2] (2004)

Hljómsveit að nafni Smurf starfaði árið 2004 en ekki liggur fyrir þó hversu lengi. Meðlimir sveitarinnar voru Helgi [?] gítarleikari, Sindri [?] bassaleikari, Daði [?] gítarleikari og Unnar [?] trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, m.a. föðurnöfn meðlima hennar og fleira sem væri við hæfi í þessari umfjöllun.

Smurf [1] (1988)

Árið 1988 var rokksveit starfandi hér á landi innblásin af Strumpunum, en hún gekk undir nafninu Smurf. Sveitin lék á tónleikum um haustið 1988, þá nýstofnuð en virðist ekki hafa verið starfandi lengi. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, þ.m.t. um meðlimi og hljóðfæraskipan.