Hljómsveit starfaði veturinn 1969-70 undir nafninu H.B. kvintettinn og mun mestmegnis hafa leikið á skemmtistaðnum Sigtúni en einnig á árshátíðum og þess konar samkomum.
Meðlimir þessarar sveitar voru Haraldur Bragason gítarleikari (H.B.) sem jafnframt var hljómsveitarstjóri, Jón Garðar Elísson bassaleikari, Erlendur Svavarsson trommuleikari og söngvari og Helga Sigþórsdóttir söngkona, sveitin mun hafa verið stofnuð upp úr Hljómsveit Gunnars Kvaran og gæti Gunnar hafa verið fimmti meðlimur kvintettsins.
H.B. kvintettinn hætti störfum fljótlega eftir áramótin 1969-70 en þá var hljómsveitin Ernir endurreist upp úr henni.














































