Háeyrarkvartettinn (1994-96)

Háeyrarkvartettinn (Háeyrarkvintettinn) starfaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og var settur saman sérstaklega fyrir djass- og myndlistarhátíðina Dagar lita og tóna í Vestmannaeyjum en þar lék sveitin að minnsta kosti í tvígang, árið 1994 og 96.

Það var Sigurður Guðmundsson, kenndur við Háeyri í Vestmannaeyjum sem var eins konar hljómsveitarstjóri og var sveitin því kölluð Háeyrarkvartettinn enda æfði hún þar í húsinu. Meðlimir sveitarinnar auk Sigurðar sem lék á trommur voru þau Íris Guðmundsdóttir söngkona, Árni Elfar píanóleikari, Huginn Sveinbjörnsson saxófónleikari og Ómar Axelsson bassaleikari.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um að sveitin hafi starfað nema í kringum þessa djasstónleika.