Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Haggis og var líklega rokksveit af höfuðborgarsvæðinu.
Haggis starfaði sumarið 1996 og lék þá á tónleikum í miðborg Reykjavíkur en allar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem skiptir máli vantar.














































