Hljómsveit var starfandi haustið 1994 undir nafninu Halim heim en tónlist sveitarinnar var skilgreind sem hryllingsrokk.
Nafn sveitarinnar er vísun í mál Soffíu Hansen gegn fyrrverandi eiginmanni sínum Halim Al, um forræði yfir dætrum þeirra en það mál var þá í brennidepli, gjarnan undir slagorðinu „Börnin heim“ sem sveitin sneri út úr.
Óskað er eftir nánari upplýsingum um hljómsveitina Halim heim, s.s. um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti heima í slíkri umfjöllun.














































