Litlar upplýsingar finnast um akureyska hljómsveit sem starfaði veturinn 1993 til 94 (og hugsanlega lengur) undir nafninu Hann kafnar, þetta sérkennilega hljómsveitarnafn átti sér skírskotun í aðra sveit sem þá starfaði á Akureyri og gekk undir nafninu Hún andar.
Meðlimir Hann kafnar voru þeir Benedikt Brynleifsson trommuleikari og söngvari, Sigrún [?] söngkona, Pétur Sigurðsson hljómborðsleikari, Óli [?] og Jobbi [?].
Óskað er eftir frekari upplýsingar um full nöfn og hljóðfæraskipan þar sem slíkt vantar, sem og um starfstíma sveitarinnar.














































