Haukar [4] (1988-89)

Haukar

Hljómsveitin Haukar var stofnuð á Húsavík haustið 1988 og var sú sveit byggð á grunni hinnar eldri Hauka, Húsavíkur-Hauka sem höfðu starfað löngu fyrr.

Hljómsveitin sem líklega varð ekki langlíf lék á dansleikjum eitthvað um veturinn 1988-89 en virðist ekki hafa starfað lengur en það, meðlimir hennar voru þeir Karl Hálfdánarson bassaleikari og Bragi Ingólfsson trommuleikari og söngvari sem höfðu verið í Húsavíkur-Haukum en einnig voru þeir Þráinn Ingólfsson gítarleikari og Sigurpáll Ísfjörð Aðalsteinsson hljómborðsleikari og söngvari i sveitinni, sá síðast taldi er sonur Aðalsteins Ísfjörð sem hafði starfað með Haukum hinum eldri.