Heimamenn [2] (2004)

Vorið 2004 starfaði hljómsveit á Ísafirði sem gekk undir nafninu Heimamenn og virðist sem svo að hún hafi verið sett sérstaklega saman fyrir dansleik sem haldinn var í tilefni af 70 ára afmæli Skíðafélags Ísafjarðar. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit en af umfjöllun um hana að dæma gæti hún hafa verið skipuð fyrrum meðlimum úr hljómsveitinni BG-flokknum (BG og Ingibjörg) þar sem Baldur Geirmundsson var fremstur í flokki.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.