
Heimska en samt sexý gospelbandið
Hljómsveit sem bar það einkennilega nafn Heimska en samt sexý gospelbandið var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2010 en hafði þar reyndar ekki erindi sem erfiði, komst ekki áfram í keppninni.
Meðlimir sveitarinnar sem var úr Garðabæ, voru þeir Ingi Freyr Guðjónsson söngvari og gítarleikari, Árni Guðjónsson píanóleikari, Arnar Rózenkrans trommuleikari, Arnór Víðisson bassaleikari, Daníel Þór Bjarnason rappari og „predikari“, Helgi Kristjánsson slagverksleikari og Magnús Benedikt Sigurðsson orgelleikari en sveitin hafði jafnframt með sér kór á sviðinu.
Þess má geta að orgelleikari sveitarinnar Magnús Benedikt Sigurðsson var kjörinn besti hljómborðsleikari Músíktilrauna þetta árið.














































