Hljómskálinn á Blönduósi [tónlistartengdur staður] (um 1945-)

Upplýsingar óskast um hús á Blönduósi sem gekk undir nafninu Hljómskálinn og gegndi líkast til upphaflega einhvers konar tónlistartengdu hlutverki.

Hljómskálinn var að öllum líkindum byggður í kringum stríðslok, hugsanlega sem viðbygging við gamla sýslumannshúsið á Blönduósi sem síðar varð að Hótel Blönduósi. Í Hljómskálanum fóru fram einhvers konar tónlistartengdar samkomur, skálinn hafði a.m.k. um tíma hlutverk á Húnavökum sem haldnar hafa verið í sýslunni um langt árabil en það gæti einnig hafa verið almennt samkomuhús eða félagsheimili áður en Félagsheimilið á Blönduósi tók til starfa snemma á sjöunda áratugnum. Einhver önnur starfsemi mun hafa verið í Hljómskálanum og t.d. mun leikfélagið á staðnum hafa verið með aðstöðu þar um tíma.

Hótel Blönduós gekk um tíma undir nafninu Sveitasetrið en hefur nú aftur hlotið nafnið Hótel Blönduós og er Hljómskálinn því líklega hluti af þeirri byggingu, sem oft hefur verið byggt við og enn oftar verið gerðar endurbætur á.

Óskað er því eftir frekari upplýsingum um Hljómskálann og sögu hans.