Hljómsveit var auglýst haustið 1989 undir nafninu Hljómsveit Eyþórs frá Egilsstöðum en hún lék þá á tveimur dansleikjum í Danshöllinni í Brautarholti.
Ekki liggur fyrir hvort um sama Eyþór er að ræða og starfrækti hljómsveit á austanverðu landinu um fimmtán árum síðar, alltént er óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og tilurð hennar almennt.














































